28.5.2007 | 18:21
Jökulsárlónið
Ég fór með 25 manna finnskan hóp í siglingu á milli ísjakana á Jökulsárlóninu sumarið 2002.
Þetta lón er alveg einstakt og hrifning ferðafólksins var mikil. Ég tók slatta af myndum í siglingunni okkar, og hér koma tvö sýnishorn:
Í ferðinni með finnska hópnum árið 2002 var ég fararstjóri, en ég kom einnig að Jökulsárlóninu með franskan ferðahóp sumarið 1979, og þá sem rútubílstjóri hópsins. Lónið hefur augljóslega stækkað mikið á þessum 28 árum, frá því er ég kom þangað fyrst.
Kv. BB
Bætt í albúm: 7.7.2008