Íslensk börn í Kuusankoski í Finnlandi vorið 2006

Austurbær sýndi barnaleikritið "Dragon Forest", á alþjóðlegu barnaleikritahátíðinni í Kuusankoski í Finnlandi . Um 20 íslensk börn sýndu hið stórskemmtilega leikrit á tveimur sýningum á hátíðinni. Börnin sýndu með miklum tilþrifum og tókst sýningin mjög vel. Sjá nokkrar myndir sem ég tók á sýningunni af hinum frábæru ungu leikurum. Það var að frumkvæði íslenska sendiráðsins í Helsinki að ég fór sem fulltrúi sendiráðsins til að horfa á leikritið í Kuusankoski, þar sem ég starfa sem myndlistarkennari. Í för með Íslensku börnunum í Finnlandsferðinni voru m.a. nokkra mömmur íslensku barnanna, sem ég spjallið við í lok sýningarinnar. Einnig spjallaði ég við leikstjórann Agnar Jón, sem sagði mér að í Kuusankoski hefði verið tekið frábærlega vel á móti íslenska hópnum, og Finnar verið mjög vinsamlegir. Og ekki spillti fyrir frábært veður, sól og 20 C hiti. - BB -

Ljósmyndari: BB | Staður: Kuusankoski Finnlandi, vorið 2006 | Bætt í albúm: 28.11.2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband