í Finnlandi

Einn afkastamesti og kraftmesti bloggari Moggans er Björgvin Guðmundsson, en auk þess birtast eftir hann reglulega greinar í dagblöðunum um þjóðfélagsmál. Við synir Björgvins, ég og Hilmar yngsti bróðir minn erum einnig eitthvað að blogga í Mogganum, svona stöku sinnum. En hér er slóðin inn á bloggsíðu Björgvins Guðmundssonar: http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/ og slóðin inn á síðuna hans Hilmars: http://hilmarb.blog.is/blog/hilmarb/ Björgvin Guðmundsson skrifaði nýlega eftirfarandi á bloggsíðnni sinni: 24. febrúar 2009 -- 461 grein á heimasíðunni Um nokkurra ára skeið hefi ég haldið úti heimasíðu; www.gudmundsson.net Þar hefi ég m.a. birt nær allar greinar,sem ég hefi birt í dagblöðum um þjóðfélagsmál undanfarin ár. Á heimasíðu minni eru nú 461 grein. Greinarnar eru um margvísleg efni,stjórnmál,málefni aldraðra,kvótakerfið.skattamál,jafnréttismál,sameiningu jafnaðarmanna og fleira og fleira.Nýjasta grein mín,sem birtist í Morgunblaðinu í dag er á heimasíðunni.1. mars 2009 --Skemmtilegt fimmtugsafmæliFimmtugsafmæli Rúnars Björgvinssonar var haldið hátíðlegt í gærkveldi i húsnæði Íslensks sjávarfangs.Það var mjög skemmtilegt og fjölsótt. Matur var á borðum og skemmtiatriði og dansað af miklum krafti fram að miðnætti við undirleik geysigóðrar hljómsveitar.Stemmning var frábær. En það sem gerði mesta lukku var kvikmynd eða myndband,sem dætur Rúnars höfðu gert. Þar var rakin ævi Rúnars og mikið af myndum frá æsku og uppvexti hans,ljósmyndir og kvikmyndir.Einnig voru kveðjur frá öllum bræðrum Rúnars, foreldrum og tengdaforeldrum.Þetta kom allt mjög vel út,m.a. var kveðja frá Finnlandi. Björgvin bróðir Rúnars söng afmælissöng til Rúnars á finnsku. Mjög skemmtilegt. Sem sagt: Frábært afmæli. --- Björgvin Guðmundsson

Bætt í albúm: 5.3.2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband