Helsinki (1)

Ég hitti íslenskan ferðahóp í Helsinki sl. föstudagskvöld 5.9. sem var á ferðinni hér undir leiðsögn Kristjáns M. Baldurssonar. Við borðuðum saman í höfuðborginni og gengum síðan að finnska þinghúsinu, en svo skemmtilega vildi til að mikill mannfjöldi var saman kominn á tröppum þinghússins og í næsta nágrenni, en tilefnið var mikil flugeldasýning, þar sem reynt var að slá Finnlandsmetið í slíkum flugeldaskotum. Jú það voru víst um 120.000 manns að horfa á þetta, svo það var ekki að undra að íslenski ferðahópurinn yrði gáttaður á ósköpunum, en flestir í hópnum eru eftirlaunafólk. Sjá myndirnar. Hópurinn hélt síðan til Lapplands í Finnlandi og í siglingu í góðu veðri á Inari vatninu, en síðan var haldið til Noregs til Hammerfest, og í dag kemur hópurinn aftur til Helsinki, og flýgur líklega til Íslands á laugardaginn. Þess má geta að við Kristján þekkjumst frá því sumarið 1979 er hann var leiðsögumaður með tvo franska ferðahópa, og ég bílstjórinn, Sjá eftirfarandi frásögn: "Sumarið 1979 ók ég með tvo franska ferðahópa hringinn í kringum Ísland. Þetta voru mjög góðar ferðir, og frönsku ferðamennirnir stórskemmtilegi, og kunnu svo sannarlega að njóta lífsins. En það kom t.d. vel í ljós í ferðinni með fyrri hópnum, er slegið var upp hlöðuballi á franska vísu með allskonar skemmtilegum leikjum, í hlöðunni hjá bóndanum á fyrsta bænum í Vatnsdalnum, en þar höfðu við fengið inni eina nóttina, því úti var úrhellisrigning og ekki hægt að slá upp tjaldbúðum".

Bætt í albúm: 11.9.2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband