Góðir Finnlandsfarar frá Íslandi (2)

Kveðja frá Reykjavík til Finnland. - Við Pirjo tókum á móti tveimur litlum hópum úr fjölskyldunni hér í Finnlandi í sumar, (2.7.-11.7.2010 og 14.7.-23.7.2010). En mamma og pabbi komu nú í 10 skiptið, en þau heimsóttu okkur fyrst árid 1989. - Taipalsaari – Á þessari mynd eru foreldrar mínir á veröndinni við strönd sumarbústaðarins okkar Pirjo í Taipalsaari. En mamma og pabbi, (Dagrún og Björgvin G.) hafa alltaf unað sér mjög vel í Finnlandsheimsóknunum til okkar, og þessi ferð var var eins góð og allar fyrri ferðirnar, en með öðrum orðum voru þau mjög ánægð með mótökurnar og frábæra ferð. Og alveg eins og í öllum fyrri heimsóknum þeirra, þá þótti okkur mjög gaman að mamma og pabbi komu í heimsókn til okkar í sumar. Við þökkum kærlega fyrir ánægjulegar samverustundir. En sjón er sögu ríkari. sjá allar myndirnaríþessu albúmi! - Kær kveðja, Björgvin - Taipalsaari – Kouvola - Eldhressir Finnlandsfarar frá Reykjavik. Bróðir minn Þorvaldur B. var með í ferðinni, og er hér með okkur á nokkrum myndum hinn ánægðsti. Á einni myndinni heima í Kouvola er Pirjo eldhress í góðum félagskap foreldra minna. Kv. BB

Bætt í albúm: 17.8.2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband