SAN GIMIGNANO

Á netinu skrifar Ferðalangur eftirfarandi um San Gimingnano, og ték ég undir þessi orð: “Það má einfaldlega ekki heimsækja Toskana hérað á Ítalíu án þess að koma við í miðaldaþorpinu San Gimignano, sem liggur nokkurn veginn miðja vegu milli borganna Flórens og Siena. Þetta litla þorp er eitt af best varðveittustu þorpum Ítalíu frá miðöldum og miðbær þess er á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta er fjölsóttur ferðamannastaður og bæjarbúar eiga mikið undir ferðamönnum. Einhvern veginn er það þó þannig að þeim hefur tekist að varðveita sálina í þorpinu þrátt fyrir ágang utanaðkomandi. Turnar og turnhús Bærinn er frægur fyrir turnana sína sem úr fjarlægð gnæfa við himinn, enda stendur San Gimignano hátt upp á hæð eins og raunar mörg þorp í Toskana og á Ítalíu. Fyrr á öldum stóðu 72 turnhús og turnar í bænum en einungis eru eftir 13 - 14 slíkir í dag. Turnarnir og turnhúsin voru merki um völd og auð aðalsfjölskyldna sem þarna bjuggu á miðöldum. Enn í dag má sjá leifar þessara turnhúsa þegar gengið er um götur San Gimignano. Kíkið upp á húsveggi og þá sést hvernig byggt hefur verið á milli húsa. Það vekur sérstaka athygli hversu mjó húsin hafa verið. Einungis eitt herbergi var á hæð og ef óvinir komu, þá var hægt að færa sig upp á næstu hæð og taka stigann með sér!”

Bætt í albúm: 21.6.2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband