Nóvember stemmning

Þessar myndir tók ég af nóvember-stemmningunni við strönd Saimaa vatnsins hér í Finnlandi um helgina, eða á svipuðu tíma og mótmælin áttu sér stað á Austurvelli í Reykjavík. En nóvember-stemmningin í höfuðborg Íslands var af öðrum toga. Sbr. eftirfarandi frétt Mbl.: Milli sjö og átta þúsund manns tóku þátt í mótmælum á útifundi við Austurvöll 15.11.Þátttakendur sem MBL ræddi við í bænum voru allir sammála um að reiðin væri að stigmagnast í þjóðfélaginu. Einn ræðumanna, Viðar Þorsteinsson heimspekingur sagði í ræðu sinni að gerspillt valdaklíka auðmanna og flokksforingja stjórnaði í raun landinu. Hér væri í raun alls ekkert lýðræði en ráðherrar og hagsmunahópar skrifuðu lögin sem síðan væri rennt í gegnum alþingi á færibandi. Glæpamenn fengju náðun hjá vinum sínum og færu þá inn á þing. Vinir, synir og ættingjar væru ráðnir í ábyrgðarstöður og stjórnmálamenn töluðu við almenning eins og heimtufrekan krakka þegar þessi óhæfuverk væru gagnrýnd. Það er skiljanlegt að reiðin sé að stigmagnast í hinu íslenska þjóðfélagi í kjölfar efnahags hrunsins í landinu, sem enginn telur sig bera ábyrgð á. Athyglisverð eru orð Viðar Þorsteinssona heimsspekings í þessu sambandi. Hið alvarlega efnahagsástand á Íslandi er mikið í fréttum hér í Finnlandi af skiljanlegum ástæðum. Ég vona auðvitað og vil trúa því að Ísland nái sér upp úr þessum djúpa öldudal með tíð og tíma, á sama hátt og Finnum tókst að rífa sig upp af krafti, út úr kreppunni sem hér ríkti fyrir tæpum 20 árum síðan. - Kv. BB

Bætt í albúm: 6.3.2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband