4.3.2008
Næturstemmning í Tallinn
Gamli borgarhlutinn í Tallinn er mjög einstakur og dregur að ferðamenn ekki síst héðan frá Finnlandi. En Finnar sigla einmitt mikið með skemmtiferðskipum frá Helsinki til Tallinn, og hef ég reyndar siglt þá leið alloft með finnskum samkennurum mínum rétt eftir að skólinn byrjar um miðjan ágúst. Um síðustu helgi var maður enn á ný á ferðinni í Tallinn, og í fyrsta skipti að vetri til, en það kom ekki að sök, því á þessum milda vetri hefur borgin verið nánast alveg snjólaus á sama hátt og Helsinki. Sjá ljósmyndirnar sem ég tók af næturstemmningunni í gamla borgarhlutanum í Tallinn. Myndirnar er hægt að stækka upp með því að tvíklikka á þær með vinstri músarhnappnum, og klikka síðan aftur á stækkuðu myndirnar, sem verða þá enn stærri og skýrari.
Þess má geta svona í leiðinni að bróðurdóttir mín hún Steinunn og írskur kærasti hennar hennar hann Neil fljúga frá Írlandi til Helsinki í dag. Steinunn og Neil koma síðan hingað til Kouvola á föstudaginn, og í næstu viku stefna þau einmitt á siglingu til Tallinn frá Helsinki. Kv.BB
Sjá: Finnlandsfarar frá Reykjavík og Cork, Íslandi og Írlandi og myndaalbúm:TALLINN
Athugasemdir
Mikið eru fallegar myndirnar hjá þér. Gaman að skoða, takk fyrir mig.
Vilborg Traustadóttir, 4.3.2008 kl. 23:10
Takk fyrir! Það var gaman að heyra frá þér.
Björgvin Björgvinsson, 5.3.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.