Þriðjudagur, 25. desember 2007
Nú er sumar.... Nyt on kesä....
14.6.2008
Það er alveg ljóst að nú er sumar, og sólin skín glatt hér í Finnlandi, og á þessum góða degi 14. júní tók ég meðfylgjandi ljósmyndir. En eins og sjá má er gróðurinn í mikilli grósku, og blómin tala auðvitað sínu máli á svona fögrum sumradegi. - Finnska miðsumarshátíðin, "Juhannus", er um næstu helgi, sem er mesta ferðamannahelgin í Finnlandi, og höfuðborgin Helsinki tæmist nánast af fólki og flestir íbúar landsins streyma í sumarbústaðina sem eru um ½ milljón að tölu, við strendur finnsku vatnanna. En Finnar kunna mjög vel að meta útveru í hinu fagra umhverfi við finnsku vötnin. Þess má geta að brúðkaup eru mjög vinsæl í Finnlandi á sumrin og sértaklega um miðsumarið. Kveðja, Björgvin B.
Myndirnar er hægt að stækka upp með því að tvíklikka á þær með vinstri músarhnappnum, og klikka síðan aftur á stækkuðu myndirnar, sem verða þá enn stærri og skýrari.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.