Föstudagur, 1. ágúst 2008
Ástrós í Finnlandi
Ástrós í Finnlandi 23.7.-30.7.2008. Við Pirjo brölluðum margt og skemmtilegt með henni Ástrós þegar hún var hér hjá okkur. En myndirnar af Finnlandsferðinni hennar, sem ég setti inn á bloggið þegar hún var hér tala skýru máli. En nú er ég svona smátt og smátt að bæta við texta um Finnlandsferðina hennar. Við fórum með fyrst henni til borgainnar Porvoo - Borgå, og einnig til Helsinki í dýragarðinn sem staðsettur er á eyju við borgina. Við fórum saman í öll glannataekin Tívolí skemmtigarðinum hér í Kouvola. Og síðast en ekki síst 3 daga ferð í sumarbústaðinn okkar við strönd Saimaa-vatnsins. Ástrós skemmti sér konunglega er hún tók fjölmarga sundspretti í 24 C heitu Saimaa vatninu, og hefði hún gjarnan viljað vera þar fjölmarga daga til viðbótar.
Pabbi hennar Ástrósar, hann Hilmar Björgvinsson, sem er yngsti bróðir minn, bloggaði um ferð dóttur sinnar:
Ástrós í Finnlandi Í Finnlandi er gott að vera Finnlandsfarinn á leið heim
og afi hennar bloggadi líka um ferð hennar: Ástrós í Finnlandi
P.S. Í bílnum á milli staða í Finnlandi spiluðum við lög af íslensku plötunni 100 bestu lög lýðveldisins. Það eru mörg góð lög á plötunni, og tókum við Ástrós undir í söngnum með mörgum lögunum. Ástrós er í skólakórnum á Selfossi, og hefur áhuga á allskonar tónlist, t.d. kom í ljós kom að hún hafði séð kvikmyndina Mamma Mia, með Abba lögunum, og hældi hún myndinni, sem varð til þess að við Pirjo horfðum á myndina í kvikmyndahúsi í miðborg Helsinki sl. fimmtudagskvöl, og skemmtum við okkur konunglega. Sjá: Mamma Mia! The Movie - Honey Honey video): http://au.youtube.com/watch?v=lysKRN-cdg0 Lay All Your Love on Me clip-[MAMMA MIA! THE MOVIE: ] : http://au.youtube.com/watch?v=QIBG0NHKVs0&feature=related mma Mia ! :the exclusive clip from the film's website http://au.youtube.com/watch?v=AsCqBBPDLA0&feature=related Mamma Mia! The Movie - The Winner Takes It All (video): http://au.youtube.com/watch?v=bCmOWYbmr4k&feature=related
Dröfn í heimsreisu ............
Ástrós á systir sem heitir Dröfn, og er hún nú í 6 mánaða heimsreisu með vinkonu sinni.Sjá myndina af henni við stærsta blóm heims. Pabbi hennar bloggaði einnig um Dröfn: Stærsta blóm heims Sjá einnig: Eldfjallið Bromo á austu Jövu veldur blindu og köfnun Sjá einnig eftirfarandi blogg um Ástrós: Ástrós í 3. sæti1.8.2008: Ástrós er 11 ára í dag, en við Pirjo héldum upp á afmælið með henni hér í Finnlandi sl. þriðjudag, eins og sjá má á þessari mynd af henni.
Sjá myndir í albúmi: Ástrós í Finnlandi 23.7. - 30.7.2008: Ástrós
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.