Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Í Furuskógarlandinu
Hann Rúnar bróðir minn kom hingað til Finnlands frá Svíþjóð þar sem hann hafdi dvalið um tíma, ásamt Elínu konunni sinni og dóttur þeirra henni Söndru Rún. Þau sigldum með Silja Line frá Stokkhólmi til Helsinki 8.8. sl og dvöldu hjá okkur í þrjá daga. Í dag flugu þau aftur heim til Íslands frá Stokkhólmi. Þetta var stórskemmtilegur tími sem við áttum saman hér í Finnlandi og margt var brallað saman. Sjá myndirnar í myndalbúminu.
Þess má geta að hún Sandra Rún sem nú er 23 ára gömul kom fyrst til okkar Pirjo, þegar hún var aðeins 11 ára gömul, ásamt yngri systur sinni henni Lenu Björg, og komu þær einar til okkar hingað til Finnlands frá Íslandi, alveg á sama hátt og hún Ástrós gerði nýlega.
Sjá myndaalbúm: Furuskógarlandið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.