Vetradagur í Kuusankoski

24. febrúar 2008 | 2 myndir

Það er hefð í finnskum skólum að vera með sérstakan vetrardag fyrir nemendur sem tengist útiveru. Um miðja síðustu viku vorum við með slíkan vetradag í skólanum mínum í Kuusankoski í Finnlandi. Nemendur fóru á skíði í nágrenninu, sem og renndu sér á skautum. Einnig var keppt í íshokkí í skautahöllinni, og slatti af nemendum fór með rútu til Mið-Finnlands og renndi sér á skíðum allan daginn. Einnig var farið í gönguferðir í hinu fallega vetrarveðri. Sú nýbreytni var tekin upp í skólanum mínum að um 60 manna nemendahópur í 7.-9. bekk keppti í 10 liðum í snjóskúlptúragerð, og tókst það vel. Sjá meðfylgjandi myndir af snjóskúlptúragerðinni, sem og myndir af yngri nemendunum að leggja af stað í skíðgöngu. Kv. BB

Vétrardagur í Kuusankoski (1)
Vétrardagur í Kuusankoski (2)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband