Nú er sumar.... Nyt on kesä....

 

 

               14.6.2008 (1)

               14.6.2008 (2)

               14.6.2008 (3)

               14.6.2008 (4)

               14.6.2008 (5)

               14.6.2008 (7)

               14.6.2008 (8)

               14.6.2008 (9)

               14.6.2008 (10)

 

14.6.2008

Það er alveg ljóst að nú er sumar, og sólin skín glatt hér í Finnlandi, og á þessum góða degi  14. júní tók ég meðfylgjandi ljósmyndir. En eins og sjá má er gróðurinn í mikilli grósku, og blómin tala auðvitað sínu máli á svona fögrum sumradegi.  -  Finnska miðsumarshátíðin, "Juhannus",  er um næstu helgi, sem er mesta ferðamannahelgin í Finnlandi, og höfuðborgin Helsinki tæmist nánast af fólki og flestir íbúar landsins streyma í sumarbústaðina sem eru um ½ milljón að tölu, við strendur finnsku vatnanna.  En Finnar kunna mjög vel að meta útveru í hinu fagra umhverfi við finnsku vötnin.  Þess má geta að brúðkaup eru mjög vinsæl í Finnlandi á sumrin og sértaklega um miðsumarið.   Kveðja, Björgvin B.

Myndirnar er hægt að stækka upp með því að tvíklikka á þær með vinstri músarhnappnum, og klikka síðan aftur á stækkuðu myndirnar, sem verða þá enn stærri og skýrari. 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband